Fótbolti

Zlatan: Ég er bestur í heimi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Nordic Photos / Getty Images
Svíinn Zlatan Ibrahimovic segist ekki þurfa verðlaun á borð við Gullbolta FIFA til að sýna að hann sé besti leikmaður heims. Hann sé sannfærður um það sjálfur.

Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Xavi voru í morgun tilnefndir til Gullboltans í ár en það eru verðlaun Alþjóðaknattspyrnusambandsins og France Football sem veitt eru besta knattspyrnumanni heims hvert ár. Messi hefur verið útnefndur síðustu tvö árin.

„Mér finnst ég sjálfur vera sá besti sem til er. Ég þarf ekki Gullboltaverðlaunin til að sanna það fyrir sjálfum mér,“ sagði Zlatan en hann er nú á mála hjá AC Milan.

„Messi er mjög góður og ég vona að hann haldi áfram á sömu braut. Hann hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna þrátt fyrir ungan aldur,“ sagði Svíinn skrautlegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×