Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2011 11:44 Frá Kjálkafirði á sunnanverðum Vestfjörðum. Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. Á Vestfjörðum höfðu menn gert sér vonir um að meðan leyst yrði úr deilum um vegarstæði um Gufudalssveit og Teigsskóg yrði þó á næstu þremur árum unnt að endurbæta veginn vestar í Barðastrandarsýslu með því að leggja af 24 kílómetra langan malarveg um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð en fá í staðinn 16 kílómetra malbiksveg og 8 kílómetra styttingu með brúm og fyllingum þvert yfir bæði Kjálkafjörð og Mjóafjörð, sem er inn af Kerlingarfirði. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ítrekað heitið Vestfirðingum því að þetta skyldi verða forgangsverkefnið og í samgönguáætlun, sem nú er í meðförum þingflokka stjórnarliðsins, er boðað að þessi endurbygging Vestfjarðavegar fái langstærsta framlagið á næsta ári, eða einn milljarð króna af þeim sex milljörðum sem verja á til nýframkvæmda. Umsögn Skipulagsstofnunar, sem birt var í gær, er hins vegar afar neikvæð. Þar segir að fyrirhugaðar þveranir fjarðanna, á verndarsvæði Breiðafjarðar, muni verða mjög áberandi mannvirki og rýra gildi svæðisins. Áhrif á landslag og verndarsvæði verði verulega neikvæð. Þá sé rými til vegarlagningar um Litlanes, sem er á milli fjarðanna, takmarkað. Á þeim kafla megni mótvægisaðgerðir, sem Vegagerðin áformar, lítið til að draga úr, koma í veg fyrir eða bæta fyrir neikvæð áhrif á landslag á Litlanesi. Þá gerir Skipulagsstofnun alvarlegar athugasemdir við áhrif á arnarvarp og segir að varpstaðir arna verði á einum kafla sýnilegri vegfarendum en áður. Það geti leitt til þess að forvitni vegfarenda verði vakin og umgangur við hreiður arnanna verði meiri en nú er. Misfarist arnarvarp um áraraðir vegna truflunar á varptíma sé hætta á að áhrifin verði varanleg. Verði nýi vegurinn þar hins vegar lagður um núverandi vegstæði gamla vegarins megi þó gera ráð fyrir að varp haldi áfram. Þá staðhæfir Skipulagsstofnun að hávaði vegna vegavinnu geti styggt erni frá varpi og vill banna vegaframkvæmdir nærri hreiðrum meðan á varptíma stendur. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. Á Vestfjörðum höfðu menn gert sér vonir um að meðan leyst yrði úr deilum um vegarstæði um Gufudalssveit og Teigsskóg yrði þó á næstu þremur árum unnt að endurbæta veginn vestar í Barðastrandarsýslu með því að leggja af 24 kílómetra langan malarveg um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð en fá í staðinn 16 kílómetra malbiksveg og 8 kílómetra styttingu með brúm og fyllingum þvert yfir bæði Kjálkafjörð og Mjóafjörð, sem er inn af Kerlingarfirði. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ítrekað heitið Vestfirðingum því að þetta skyldi verða forgangsverkefnið og í samgönguáætlun, sem nú er í meðförum þingflokka stjórnarliðsins, er boðað að þessi endurbygging Vestfjarðavegar fái langstærsta framlagið á næsta ári, eða einn milljarð króna af þeim sex milljörðum sem verja á til nýframkvæmda. Umsögn Skipulagsstofnunar, sem birt var í gær, er hins vegar afar neikvæð. Þar segir að fyrirhugaðar þveranir fjarðanna, á verndarsvæði Breiðafjarðar, muni verða mjög áberandi mannvirki og rýra gildi svæðisins. Áhrif á landslag og verndarsvæði verði verulega neikvæð. Þá sé rými til vegarlagningar um Litlanes, sem er á milli fjarðanna, takmarkað. Á þeim kafla megni mótvægisaðgerðir, sem Vegagerðin áformar, lítið til að draga úr, koma í veg fyrir eða bæta fyrir neikvæð áhrif á landslag á Litlanesi. Þá gerir Skipulagsstofnun alvarlegar athugasemdir við áhrif á arnarvarp og segir að varpstaðir arna verði á einum kafla sýnilegri vegfarendum en áður. Það geti leitt til þess að forvitni vegfarenda verði vakin og umgangur við hreiður arnanna verði meiri en nú er. Misfarist arnarvarp um áraraðir vegna truflunar á varptíma sé hætta á að áhrifin verði varanleg. Verði nýi vegurinn þar hins vegar lagður um núverandi vegstæði gamla vegarins megi þó gera ráð fyrir að varp haldi áfram. Þá staðhæfir Skipulagsstofnun að hávaði vegna vegavinnu geti styggt erni frá varpi og vill banna vegaframkvæmdir nærri hreiðrum meðan á varptíma stendur.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira