Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2011 11:44 Frá Kjálkafirði á sunnanverðum Vestfjörðum. Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. Á Vestfjörðum höfðu menn gert sér vonir um að meðan leyst yrði úr deilum um vegarstæði um Gufudalssveit og Teigsskóg yrði þó á næstu þremur árum unnt að endurbæta veginn vestar í Barðastrandarsýslu með því að leggja af 24 kílómetra langan malarveg um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð en fá í staðinn 16 kílómetra malbiksveg og 8 kílómetra styttingu með brúm og fyllingum þvert yfir bæði Kjálkafjörð og Mjóafjörð, sem er inn af Kerlingarfirði. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ítrekað heitið Vestfirðingum því að þetta skyldi verða forgangsverkefnið og í samgönguáætlun, sem nú er í meðförum þingflokka stjórnarliðsins, er boðað að þessi endurbygging Vestfjarðavegar fái langstærsta framlagið á næsta ári, eða einn milljarð króna af þeim sex milljörðum sem verja á til nýframkvæmda. Umsögn Skipulagsstofnunar, sem birt var í gær, er hins vegar afar neikvæð. Þar segir að fyrirhugaðar þveranir fjarðanna, á verndarsvæði Breiðafjarðar, muni verða mjög áberandi mannvirki og rýra gildi svæðisins. Áhrif á landslag og verndarsvæði verði verulega neikvæð. Þá sé rými til vegarlagningar um Litlanes, sem er á milli fjarðanna, takmarkað. Á þeim kafla megni mótvægisaðgerðir, sem Vegagerðin áformar, lítið til að draga úr, koma í veg fyrir eða bæta fyrir neikvæð áhrif á landslag á Litlanesi. Þá gerir Skipulagsstofnun alvarlegar athugasemdir við áhrif á arnarvarp og segir að varpstaðir arna verði á einum kafla sýnilegri vegfarendum en áður. Það geti leitt til þess að forvitni vegfarenda verði vakin og umgangur við hreiður arnanna verði meiri en nú er. Misfarist arnarvarp um áraraðir vegna truflunar á varptíma sé hætta á að áhrifin verði varanleg. Verði nýi vegurinn þar hins vegar lagður um núverandi vegstæði gamla vegarins megi þó gera ráð fyrir að varp haldi áfram. Þá staðhæfir Skipulagsstofnun að hávaði vegna vegavinnu geti styggt erni frá varpi og vill banna vegaframkvæmdir nærri hreiðrum meðan á varptíma stendur. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. Á Vestfjörðum höfðu menn gert sér vonir um að meðan leyst yrði úr deilum um vegarstæði um Gufudalssveit og Teigsskóg yrði þó á næstu þremur árum unnt að endurbæta veginn vestar í Barðastrandarsýslu með því að leggja af 24 kílómetra langan malarveg um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð en fá í staðinn 16 kílómetra malbiksveg og 8 kílómetra styttingu með brúm og fyllingum þvert yfir bæði Kjálkafjörð og Mjóafjörð, sem er inn af Kerlingarfirði. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ítrekað heitið Vestfirðingum því að þetta skyldi verða forgangsverkefnið og í samgönguáætlun, sem nú er í meðförum þingflokka stjórnarliðsins, er boðað að þessi endurbygging Vestfjarðavegar fái langstærsta framlagið á næsta ári, eða einn milljarð króna af þeim sex milljörðum sem verja á til nýframkvæmda. Umsögn Skipulagsstofnunar, sem birt var í gær, er hins vegar afar neikvæð. Þar segir að fyrirhugaðar þveranir fjarðanna, á verndarsvæði Breiðafjarðar, muni verða mjög áberandi mannvirki og rýra gildi svæðisins. Áhrif á landslag og verndarsvæði verði verulega neikvæð. Þá sé rými til vegarlagningar um Litlanes, sem er á milli fjarðanna, takmarkað. Á þeim kafla megni mótvægisaðgerðir, sem Vegagerðin áformar, lítið til að draga úr, koma í veg fyrir eða bæta fyrir neikvæð áhrif á landslag á Litlanesi. Þá gerir Skipulagsstofnun alvarlegar athugasemdir við áhrif á arnarvarp og segir að varpstaðir arna verði á einum kafla sýnilegri vegfarendum en áður. Það geti leitt til þess að forvitni vegfarenda verði vakin og umgangur við hreiður arnanna verði meiri en nú er. Misfarist arnarvarp um áraraðir vegna truflunar á varptíma sé hætta á að áhrifin verði varanleg. Verði nýi vegurinn þar hins vegar lagður um núverandi vegstæði gamla vegarins megi þó gera ráð fyrir að varp haldi áfram. Þá staðhæfir Skipulagsstofnun að hávaði vegna vegavinnu geti styggt erni frá varpi og vill banna vegaframkvæmdir nærri hreiðrum meðan á varptíma stendur.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira