Fótbolti

Cruyff ætlar að reyna að stoppa ráðningu Van Gaal í réttarsalnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Johan Cruyff.
Johan Cruyff. Mynd/Nordic Photos/Getty
Johan Cruyff og félagar hans innan raða Ajax eru ekki tilbúnir að sætta sig við það að félagið ráði Louis van Gaal í yfirmannsstöðu hjá félaginu eins og áður hefur verið tilkynnt.

Ósætti Cruyff og Van Gaal eru vel þekkt og nú ætlar goðsögnin með málið fyrir dómstóla til þess að reyna að koma í veg fyri að Van Gaal geti snúið aftur til Ajax.

Cruyff er einn af fimm meðlimum í eftirlitsstjórn Ajax sem stýrir daglegum rekstri félagsins. Cruyff ætlar sér að rífa upp unglingastarf félagsins og segir að ráðning Van Gaal passi ekki inn í þau áform .

Louis van Gaal var áður þjálfari þýska liðsins Bayern München en hann var rekinn í apríl síðastliðnum. Van Gaal þjálfaði Ajax-liðið frá 1991 til 1997 og fór þaðan til Barcelona þar sem að hann þjálfaði spænska liðið frá 1997 til 2000.

Ajax varð þrisvar Hollandsmeistari undir stjórn Van Gaal (1993–94, 1994–95 og 1995–96) og hann vann einnig Meistaradeildina með Ajax 1995 og UEFA-bikarinn árið 1992.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×