Fótbolti

Indónesar hafa lítinn áhuga á Beckham

Það var slegist um alla miða á leik Indónesíu og Malasíu á dögunum en indónesískir knattspyrnuáhugamenn hafa ekki jafn mikinn áhuga á David Beckham og félögum í LA Galaxy.

Aðeins er búið að selja um 30 þúsund miða á leik Galaxy og úrvalsliðs Indónesíu en völlurinn tekur 70 þúsund manns.

Miðaverðið er hærra en gengur og gerist í landinu og það er sagt fæla frá. Skipuleggjendur stefna á að selja 45 þúsund miða á leikinn en það gengur líklega ekki eftir.

Leikurinn fer fram á sama stað og tveir áhorfendur tróðust undir í landsleiknum á milli Indónesíu og Malasíu um daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×