Fótbolti

Maradona missti móður sína í gær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Dalma Salvadora Franco, móðir Diego Maradona, lést í nótt eftir stutta dvöl á spítala vegna hjartaveikinda.

Hún var betur þekkt sem Dona Tota en hún var lögð inn á gjörgæsludeild á spítala í Buenos Aires á föstudaginn.

Diego Maradona er nú starfandi knattspyrnustjóri Al-Wasl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en hann flaug aftur heim til Argentínu um helgina. Því miður náði hann ekki heim í tæka tíð og fékk tíðindi af andlátinu á meðan hann var um borð í flugvélinni á leiðinni frá Dúbæ til Argentínu.

Þetta staðfesti talsmaður Maradona við fjölmiðla ytra.

Mínútuþögn var fyrir leik Independiente og Olimpio í argentínsku úrvalsdeildinni um helgina til að heiðra minningu móður Diego Maradona sem er í guðatölu í heimalandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×