Fótbolti

Porto úr leik í bikarnum - pressan á Pereira eykst

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vitor Pereira var allt annað en sáttur við sína menn í gær.
Vitor Pereira var allt annað en sáttur við sína menn í gær. Nordic Photos / AFP
Porto er úr leik í portúgalska bikarnum í knattspyrnu eftir 3-0 tap gegn Academica á útivelli í gær. Tapið eykur pressuna á þjálfara liðsins, Vitor Pereira, sem tók við liðinu af Andre Villas-Boas fyrir yfirstandandi tímabil.

„Við sýndum hræðilegan leik. Liðið var einfaldlega ekki til staðar í dag, það vantaði ákveðni í vörn sem sókn,“ sagði Pereira. Undir stjórn Villas-Boas vann Porto deildina, bikarinn auk þess sem liðið vann Evrópudeildina. Krafan um áframhaldandi árangur er því mikil.

Porto er jafnframt í basli í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið situr í þriðja sæti í G-riðli. Liðið þarf nauðsynlega sigur þegar liðið sækir Shaktar Donetsk heim á miðvikudaginn.

Porto og Benfica eru efst og jöfn í deildinni með 24 stig eftir tíu leiki. Benfica tryggði sig áfram í 5. umferð bikarsins með sigri á Naval 1-0 á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×