Fótbolti

AZ Alkmaar efst í Hollandi - leikur flautaður af vegna þoku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Nordic Photos / Getty Images
Leikur AZ Alkmaar og Excelsior Rotterdam var flautaður af í hálfleik vegna þoku þegar staðan var markalaus. Jóhann Berg Guðmundsson var á bekknum hjá AZ.

PSV Eindhoven minnkaði forskot AZ Alkmaar á toppnum í þrjú stig með 3-1 útisigri á Graafschap. AZ hefur 31 stig en PSV 28 stig. Í þriðja sæti kemur Twente situr með 26 stig eftir 1-1 jafntefli gegn Hercales á útivelli.

Ajax missti unninn leik niður í jafntefli gegn NAC á laugardag. Þeir höfðu tveggja marka forskot þegar fimm mínútur lifðu leiks en gestirnir skoruðu tvö mörk undir lokin og nældu sér í stig.

Ajax situr í fimmta sætinu með 21 stig og hafa valdið vonbrigðum á tímabilinu. Kolbeinn Sigþórsson er fjarri góðu gamni vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×