Fótbolti

Arnar Þór í tapliði Cercle - góð byrjun hjá Daum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnar Þór Viðarsson spilaði allan leikinn með Cercle Brugge sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Club Brugge í 14. umferð efstu deildar belgísku knattspyrnunnar. Christoph Daum stýrði liði Club Brugge í fyrsta skipti í dag og fer vel af stað.

Með sigrinum komst Club Brugge í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig, stigi minna en Arnar Þór og félagar Cercle Brugge. Alfreð Finnbogason og Jón Guðni Fjóluson voru hvorugir í leikmannahópum liða Lokeren og Beerschot sem skildu jöfn 1-1 í gær.

Beerschot er í 9. sæti með 18 stig en Lokeren er í 10. sæti með tveimur stigum minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×