Enski boltinn

Redknapp verður á bekknum í kvöld

Hinn 64 ára gamli Harry Redknapp verður á bekknum hjá Tottenham í kvöld gegn Aston Villa þó svo hann hafi gengist undir hjartaaðgerð fyrir skömmu síðan.

"Mér líður vel og er orkumeiri en áður. Það er klárt mál að ég verð á bekknum," sagði Redknapp ákveðinn. "Stundum veit maður ekki að maður er veikur. Ég get sagt með vissu að mér líður betur en fyrir þrem vikum síðan."

Leikurinn í kvöld er mikilvægur en sigur kemur Spurs í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

"Þetta verður erfitt. Það eru sex lið að berjast um fjögur efstu sætin og það má því ekki misstíga sig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×