Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Heiðar Helguson skorar og skorar

Heiðar Helguson skoraði tvö mörk í 3-2 sigri QPR í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn. Heiðar fékk mikið höfuðhögg strax í upphafi leiks þegar hnéð á varnarmanninum Robert Huth í liði Stoke hafnaði í andliti íslenska framherjans. Heiðar lét það ekki á sig fá og jafnaði hann metin fyrir QPR með glæsilegu skallamarki á 22. mínútu.

Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason fóru yfir afrek Heiðars í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport í gær en þar var Þorsteinn Gunnarsson fyrrum formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur gestur þáttarins.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×