Þjóðaratkvæði um framhald viðræðna "ákaflega ólíklegt" Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2011 12:00 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir ákaflega ólíklegt að áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði borið undir þjóðaratkvæði verði viðræðum ekki lokið eftir kosningarnar 2013, eins og Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði um helgina. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál sem samþykkt var á landsfundi í gær segir að gera skuli „hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Áður en þessi ályktun var samþykkt höfðu landsfundarfulltrúar fellt tvær breytingartillögur sem gengu nokkuð lengra og fjölluðu um að draga bæri aðildarumsókn til baka. Þrátt fyrir það er ályktun flokksins býsna skýr og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist bundinn af henni færi hann í ríkisstjórn. Það þýðir að verði það niðurstaðan mun hann setja áframhald aðildarviðræðna í dóm þjóðarinnar verði þeim ekki lokið eftir þingkosningarnar 2013.Of snemmt að pæla í stjórnarmyndun eftir kosningar Fréttastofa bar ályktun landsfundar undir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Ef, og ég endurtek, ef svo fer að þessir tveir flokkar mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar 2013, gæti Samfylkingin farið í slíkt samstarf ef Sjálfstæðisflokkurinn gerði kröfu um að bera áframhald aðildarviðræðna í þjóðaratkvæði? „Mér finnst það ákaflega ólíklegt, nema að því leytinu til að ef við verðum komin það langt með aðildarviðræðurnar að það beinlínis sé næsta skref að bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði þá getur það að ýmsu leyti fallið saman. En ég tel að það sé alltof snemmt að pæla í einhverju sem varðar ríkisstjórn eftir kosningar. Við ætlum að klára þetta fyrst og ég ætla uppfylla það hlutverk sem Alþingi fól mér að koma heim með samning sem þjóðin fær að kjósa um. Þessi niðurstaða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur heldur styrkt þá stöðu því flokkurinn kolfellur ekki eina, heldur tvær tillögur, um að slíta viðræðunum," segir Össur. Hann segir að enn sé raunhæft að stefna að því að ljúka viðræðunum fyrir kosningarnar 2013. „Ég hef nú aldrei gefið sjálfur út neinar tímasetningar en stækkunarstjóri Evrópusambandsins sem hér var á ferð, hann taldi að það væri raunhæft markmið að reyna að ljúka viðræðum fyrir kosningar. Hvort að það tekst, það verður tíminn að leiða í ljós, en viðræðurnar ganga vel. Þær eru á áætlun. Það sem skiptir mestu fyrir okkur er að ná að opna kafla um landbúnað og fiskveiðar því ég tel að við þurfum mikinn tíma til að ljúka þeim. Ég er mjög bjartsýnn á þetta," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Tillaga Tómasar Inga kolfelld - vilja samt hlé á aðildarviðræðum Tillaga Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, var felld. Hann lagði fram breytingartillögu sem gekk út á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Alls greiddu 1026 atkvæði. Já sögðu 355. Nei sögðu 665. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Því var tillaga Tómasar Inga felld með miklum meirihluta. 20. nóvember 2011 14:44 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir ákaflega ólíklegt að áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði borið undir þjóðaratkvæði verði viðræðum ekki lokið eftir kosningarnar 2013, eins og Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði um helgina. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál sem samþykkt var á landsfundi í gær segir að gera skuli „hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Áður en þessi ályktun var samþykkt höfðu landsfundarfulltrúar fellt tvær breytingartillögur sem gengu nokkuð lengra og fjölluðu um að draga bæri aðildarumsókn til baka. Þrátt fyrir það er ályktun flokksins býsna skýr og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist bundinn af henni færi hann í ríkisstjórn. Það þýðir að verði það niðurstaðan mun hann setja áframhald aðildarviðræðna í dóm þjóðarinnar verði þeim ekki lokið eftir þingkosningarnar 2013.Of snemmt að pæla í stjórnarmyndun eftir kosningar Fréttastofa bar ályktun landsfundar undir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Ef, og ég endurtek, ef svo fer að þessir tveir flokkar mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar 2013, gæti Samfylkingin farið í slíkt samstarf ef Sjálfstæðisflokkurinn gerði kröfu um að bera áframhald aðildarviðræðna í þjóðaratkvæði? „Mér finnst það ákaflega ólíklegt, nema að því leytinu til að ef við verðum komin það langt með aðildarviðræðurnar að það beinlínis sé næsta skref að bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði þá getur það að ýmsu leyti fallið saman. En ég tel að það sé alltof snemmt að pæla í einhverju sem varðar ríkisstjórn eftir kosningar. Við ætlum að klára þetta fyrst og ég ætla uppfylla það hlutverk sem Alþingi fól mér að koma heim með samning sem þjóðin fær að kjósa um. Þessi niðurstaða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur heldur styrkt þá stöðu því flokkurinn kolfellur ekki eina, heldur tvær tillögur, um að slíta viðræðunum," segir Össur. Hann segir að enn sé raunhæft að stefna að því að ljúka viðræðunum fyrir kosningarnar 2013. „Ég hef nú aldrei gefið sjálfur út neinar tímasetningar en stækkunarstjóri Evrópusambandsins sem hér var á ferð, hann taldi að það væri raunhæft markmið að reyna að ljúka viðræðum fyrir kosningar. Hvort að það tekst, það verður tíminn að leiða í ljós, en viðræðurnar ganga vel. Þær eru á áætlun. Það sem skiptir mestu fyrir okkur er að ná að opna kafla um landbúnað og fiskveiðar því ég tel að við þurfum mikinn tíma til að ljúka þeim. Ég er mjög bjartsýnn á þetta," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Tillaga Tómasar Inga kolfelld - vilja samt hlé á aðildarviðræðum Tillaga Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, var felld. Hann lagði fram breytingartillögu sem gekk út á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Alls greiddu 1026 atkvæði. Já sögðu 355. Nei sögðu 665. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Því var tillaga Tómasar Inga felld með miklum meirihluta. 20. nóvember 2011 14:44 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Sjá meira
Tillaga Tómasar Inga kolfelld - vilja samt hlé á aðildarviðræðum Tillaga Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, var felld. Hann lagði fram breytingartillögu sem gekk út á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Alls greiddu 1026 atkvæði. Já sögðu 355. Nei sögðu 665. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Því var tillaga Tómasar Inga felld með miklum meirihluta. 20. nóvember 2011 14:44