Fótbolti

Pelé: Það eru engir kynþáttafordómar í fótboltaheiminum

Pelé með Ronaldo.
Pelé með Ronaldo.
Sepp Blatter, hinn umdeildi forseti FIFA, hefur heldur betur fengið bandamann í Pelé sem deilir þeirri skoðun forsetans að kynþáttaníð sé ekkert stórmál í knattspyrnuheiminum. Reyndar gengur Pelé skrefi lengri og segir að það séu engir kynþáttarfordómar í boltanum.

Pelé er á því að of mikið hafi verið gert úr málum sem tengjast enska boltanum upp á síðkastið. Brasilíumaðurinn segir að það séu engar kynþáttafordómar í boltanum endu séu flest liðin með fjölmarga blökkumenn innan sinna raða.

"Þegar ég var að spila þá áttu mótherjarnir það til að grípa í rassinn á mér og tala illa um fjölskyldu mína. Það var samt aldrei neitt kynþáttaníð í gangi," sagði Pelé sem lagði skóna á hilluna fyrir ansi mörgum árum síðan.

"Það er allt of mikið gert úr þessum málum og hvert einasta smáatriði er núna kynþáttafordómar. Það er allt fullt af blökkumönnum í evrópskum liðum. Hvernig getur þá eiginlega verið að það séu einhverjir kynþáttafordómar í gangi?"

Þessi ummæli Pelé eiga líkast til eftir að vekja einhver viðbrögð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×