Fótbolti

Reiðir stuðningsmenn kveiktu í miðasöluskúrnum

Stuðningsmenn Indónesa eru heitir.
Stuðningsmenn Indónesa eru heitir.
Sársvekktir stuðningsmenn indónesíska landsliðsins brjáluðust af reiði þegar þeir fengu ekki miða leik gegn Malasíu.

Svo reiðir voru stuðningsmennirnir að þeir kveiktu í miðasöluskúrnum. Þurfti óeirðalögreglu til með táragas og byssur til þess að sundra skaranum.

88 þúsund miðar voru í boði en þeir ruku fljótt út.

Mikill rígur er á milli landanna og knattspyrnuleikur hjá þessum tveimur þjóðum er eitthvað sem fólk lætur helst ekki fram hjá sér fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×