Enski boltinn

Tippari græddi 109 milljónir á marki Johnson

Johnson fagnar markinu sem gerði 41 árs gamlan Maltverja að milljónamæringi.
Johnson fagnar markinu sem gerði 41 árs gamlan Maltverja að milljónamæringi.
Ótrúlega getspakur maður frá Möltu varð 109 milljónum króna ríkari er Glen Johnson tryggði Liverpool sigur á Chelsea. Til þess að vinna milljónirnar 109 lagði Maltverjinn aðeins 160 krónur undir.

Þetta er hreinlega með ólíkindum en þessi ónafngreindi 41 árs gamli maður veðjaði 160 krónum á útkomu 19 leikja. Hann var kominn með 18 leiki rétta fyrir leik Chelsea og Liverpool og menn geta rétt ímyndað sér hversu mikið hann fagnaði sigurmarki Glen Johnson.

Maltverjinn hefur aldrei spilað fyrir meira en 160 krónur.

Talsmaður William Hill-veðbankans segir að Matlverjinn hafi ekki verið stuðningsmaður Liverpool en sé það núna.

Leikirnir sem Maltverjinn veðjaði á:

Norwich - Arsenal

Everton - Wolves

Man. City - Newcastle

Swansea - Man. Utd

Chelsea - Liverpool

WBA - Bolton

Inverness - Celtic

Southampton - Brighton

Coventry - West Ham

Reading - Cardiff

Brentford - Charlton

Huddersfield - Notts County

Sheff. Utd - Carlisle

Colchester - MK Dons

Tranmere - Sheff Wed.

Crawley - Oxford

Dagenham - Southend

Cheltenham - Port Vale

Northampton - Shrewsbury




Fleiri fréttir

Sjá meira


×