Enski boltinn

Redknapp um Heiðar: Spilar hvern leik eins og hann sé hans síðasti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Liverpool og sonur Harry Redknapp, tók Heiðar Helguson og frabæra frammistöðu hans fyrir í vikulegum pistli sínum í ensku úrvalsdeildina sem birtist alltaf á mánudögum í Daily Mail.

„Heiðar Helguson hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum. Við og við kemur leikmaður sem er mikilvægur fyrir sitt lið og spilar hvern leik eins og hann sé hans síðasti," skrifar Jamie Redknapp og heldur svo áfram:

„Heiðar er ekki sá stærsti á vellinum en það stendur samt alvöru ógn af honum í loftinu. Ég skil vel af hverju Neil Warnock líkir leikstíl hans við það hvernig Kevin Davies hefur farið fyrir sóknarleik Bolton í öll þessi ár," skrifar Redknapp.

Redknapp skrifar einnig um Micah Richards, Nick Barmby, Robin van Persie, Phil Jagielka, Andre Villas-Boas og loks um pabba sinn Harry Redknapp. Það má finna pistilinn með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×