Enski boltinn

Adebayor: Gott að geta boðið stjórann velkominn með sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Adebayor fagnar í kvöld.
Emmanuel Adebayor fagnar í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Emmanuel Adebayor og félagar í Tottenham unnu sannfærandi 2-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en sigurinn skilaði liðinu upp í þriðja sætið í deildinni.

„Ég er mjög ánægður með að skora tvö mörk en sigurinn var mikilvægari. Ég klúðraði nokkrum dauðafærum en þetta er bara svona stundum hjá okkur framherjum. Stigin þrjú eru mikilvægust," sagði Emmanuel Adebayor sem skoraði sínu fyrstu deildarmörk síðan um miðjan september.

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var mættur á hliðarlínuna og stjórnaði Tottenham-liðinu í fyrsta sinn síðan að hann fór í hjartaaðgerð.

„Við vitum hvað stjórinn er búinn að ganga í gegnum og þetta reyndi allt mjög mikið á hann. Það er gott að geta boðið hann velkominn með sigri," sagði Adebayor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×