Innlent

Mikil hálka víða á landinu

Mikil hálka er á vegum og götum, einkum á suðvestanverðu landinu. Fimm umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu  í gærkvöldi og fimm á Suðurlandi síðdegis, en engin slasaðist í öllum þessum óhöppum.

Lögregla og Vegagerð varar við hálku á fjallvegum fyrir vestan, norðan og austan og víða er hálka á á láglendi, til dæmis í uppsveitum Árnessýslu. 

Nokkuð er um að bílar séu enn á sumardekkjum, að sögn lögreglu, enda hefur sára sjaldan orðið hálka á láglendi það sem af er hausti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×