Enski boltinn

Beckham ekki búinn að ræða við PSG

David Beckham segir við Sky Sports í dag að hann sé ekki að ljúga neinu þegar hann segist ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um framtíð sína. Hann er þess utan ekkert búinn að ræða við PSG en hann hefur verið sterklega orðaður við félagið síðustu misseri.

Samningur Beckham við LA Galaxy rennur út nú um áramótin og fastlega er búist við því að hinn 36 ára gamli muni söðla um og reyna fyrir sér annars staðar.

"Ég er ekki búinn að tala við Leonardo hjá PSG. Hann hefur aðeins sent mér sms þar sem hann óskaði mér góðs gengis í úrslitaleiknum en við höfum ekkert rætt þann möguleika að ég fari til Frakklands," sagði Beckham.

Leikmaðurinn ítrekar að það standi ekki til að spila með öðru liði í Englandi en Man. Utd enda yrði það skrítið. Beckham segir að það sé möguleiki að hann verði áfram hjá Galaxy.

"Það er klárlega einn af möguleikunum að vera áfram hjá Galaxy."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×