Innlent

Atvinnulausir fá desemberuppbót

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tillaga Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra var samþykkt.
Tillaga Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra var samþykkt. mynd/ gva.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót. Óskert desemberuppbót til þeirra sem eru að fullu tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins verður 63.457 krónur. Heildarútgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna þessa eru áætluð 600-650 milljónir króna. Desemberuppbætur voru jafnframt greiddar úr Atvinnuleysistryggingasjóði í fyrra en slíkar uppbætur höfðu þá ekki verið greiddar úr sjóðnum frá því í desember 2005.

Ákvörðun um desemberuppbót til atvinnuleitenda er í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í tengslum við kjarasamninga í vor, um að lífeyrisþegar og atvinnuleitendur skuli njóta hliðstæðra kjarabóta og samið var um á almennum vinnumarkaði. Er þar um að ræða 48.457 króna desemberuppbót auk 15 þúsund króna álags líkt og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×