Enski boltinn

Anelka fær risatilboð frá Kína

Samningur Frakkans Nicolas Anelka við Chelsea rennur út í sumar og er fátt sem bendir til þess að hann verði áfram hjá félaginu.

Anelka mun þó örugglega hafa úr einhverjum tilboðum að velja og þar á meðal frá kínverska liðinu Shanghai Shenhua sem er til í að greiða Anelka rúmar 9 milljónir punda á ári. Ansi freistandi tilboð.

Einnig hefur heyrst af áhuga rússneska liðsins Anzhi á Anelka en hann myndi einnig fá vel greitt fyrir að fara þangað. Svo eru einnig lið í Bandaríkjunum spennt fyrir Frakkanum.

Chelsea gæti selt leikmanninn í janúar í stað þess að missa hann án greiðslu næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×