Enski boltinn

Götze myndi kosta Arsenal 30 milljónir punda

Mario Götze.
Mario Götze.
Forráðamenn Arsenal munu nýta ferðina til Dortmund í að ræða við kollega sína hjá þýska félaginu um möguleg kaup á ungstirninu Mario Götze.

Hermt er að Dortmund ætli ekki að selja fyrir minna en 30 milljónir punda en Arsenal hefur aldrei greitt slíka upphæð fyrir leikmann áður.

Forráðamenn Dortmund hafa þess utan ekki mikinn áhuga á að selja Götze strax og hafa stefnt á að halda leikmanninum út næstu leiktíð hið minnsta. Það gæti þó reynst erfitt þar sem Real Madrid er á meðal þeirra liða sem vilja kaupa leikmanninn.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er sagður mega eyða 50 milljónum punda í leikmenn í kjölfar þess að Cesc Fabregas og Samir Nasri voru seldir frá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×