Fótbolti

Sven Göran gæti verið á leið til Íran

Farandþjálfarinn sænski, Sven-Göran Eriksson, hefur verið duglegur að ferðast síðustu ár þar sem hann tekur við hverju vel borgaða starfinu á fætur öðru. Árangurinn er þó nánast aldrei í takti við peningana sem hann fær.

Á dögunum var Eriksson rekinn frá Leicester og nú er lið frá Íran til í að rétta honum háan launaseðil. Liðið heitir Persepolis og er frá Teheran.

Eriksson ku vera á förum til Dúbaí fljótlega þar sem hann mun ræða við forráðamenn félagsins. Félagið hefur staðfest að það ætli sér að semja við Eriksson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×