Enski boltinn

Malouda: Leikmönnum að kenna en ekki stjóranum

Florent Malouda, leikmaður Chelsea, segir að dapurt gengi liðsins upp á síðkastið sé ekki stjóranum, Andre Villas-Boas, að kenna. Byrjun Chelsea í vetur er sú lélegasta síðan Roman Abramovich keypti félagið.

Chelsea mætir Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni í kvöld og Villas-Boas segir að það sé lykilleikur fyrir félagið til þess að snúa genginu sér í hag.

Einhverjir orðrómar hafa verið um að hópur leikmanna félagsins væri ósáttur við sóknarboltann sem stjórinn vill spila en hann hefur verið á kostnað varnarleiksins.

"Lausnin er ekki að benda á stjórann. Það erum við leikmennirnir sem förum út á völlinn og spilum," sagði Malouda.

"Það er allt til staðar hjá félaginu að ná árangri. Við leikmennirnir verðum samt að axla ábyrgðina þegar út á völlinn er komið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×