Fótbolti

Ísland bætir stöðu sína á FIFA-listanum

Ólafur Jóhannesson hefur stýrt sínum síðasta landsleik.
Ólafur Jóhannesson hefur stýrt sínum síðasta landsleik.
Ísland er í 104. sæti á nýjum lista FIFA sem gefinn var út í morgun. Landsliðið okkar hækkar sig upp um fjögur sæti frá síðasta lista. Ísland er þess utan í 43. sæti af Evrópuliðum.

Makedónia og Bahrain eru næstu lið fyrir framan Ísland á listanum en á hælum íslenska liðsins eru landslið Mósambík og Bólívíu.

Spánverjar eru sem fyrr á toppnum og þar á eftir koma Holland, Þýskaland, Úrúgvæ, England og Brasilía.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×