Fótbolti

Lille vill kaupa Joe Cole

Cole í leik gegn Inter.
Cole í leik gegn Inter.
Franska félagið Lille er hæstánægt með Englendinginn Joe Cole sem er í láni hjá félaginu frá Liverpool. Lille vill núna kaupa leikmanninn.

Lille hefur ekki tapað leik í frönsku deildinni í vetur og hefur einnig staðið sig vel í Meistaradeildinni.

Cole hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu og forráðamenn félagsins ætla að gera allt sem þeir geta til þess að halda honum.

"Við munum gera honum afar áhugavert tilboð," sagði Michel Seudoux, forseti Lille.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×