Enski boltinn

Chelsea ætlar að keppa við Man. Utd um Van Wolfswinkel

Van Wolfswinkel.
Van Wolfswinkel.
Tveir leikmenn portúgalska liðsins Sporting Lisbon - Ricky van Wolfswinkel og  Elias - eru undir smásjá stórliða í Evrópu og Man. Utd er sagt vera afar spennt fyrir Van Wolfsvinkel.

United er ekki lengur eina félagið sem er að gefa þessum unga framherja auga því Chelsea er byrjað að skoða hann líka.

Hermt er að Man. Utd ætli sér að gera tilboð í leikmanninn strax í janúar en félagið hefur átt gott samstarf við Sporting en þaðan kom Cristiano Ronaldo til Man. Utd.

Þessi 22 ára strákur kom til Portúgal frá Utrecht síðasta sumar og hefur slegið í gegn í portúgalska boltanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×