Enski boltinn

Lille skellir 43 milljón punda verðmiða á Hazard

Hazard gæti spilað með Lucio næsta vetur. Þeir eru hér að berjast um boltann í Meistaradeildinni.
Hazard gæti spilað með Lucio næsta vetur. Þeir eru hér að berjast um boltann í Meistaradeildinni.
Áhugi Arsenal á belgisku stjörnunni Eden Hazard hefur líklega minnkað talsvert í kjölfar þess að Lille skellti verðmiða upp á 43 milljónir punda á leikmanninn.

Hazard er einn eftirsóttasti leikmaðurinn í Evrópu um þessar mundir en Real Madrid og Inter hafa einnig verið að sýna þessum tvítuga leikmanni áhuga. Liverpool hefur einnig verið orðað við leikmanninn.

Hazard hefur sjálfur sagt að hann stefni á að komast frá Lille næsta sumar og reyna fyrir sér hjá sterkara liði.

Það verður því væntanlega hörð barátta um strákinn næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×