Innlent

Óveður gekk yfir austanvert landið

Óveður gekk inn á austanvert landið seint í gærkvöldi með allt að 23 metra vindi á sekúndu og talsverðri sjókomu eða slyddu.

Björgunarsveit var kölluð út til að hjálpa fólki, sem var í föstum bíl á Fagradal, en annars var lítil sem engin umferð á svæðinu, enda var búið að vara við veðrinu með góðum fyrirvara.

Ekki er vitað um tjón af völdum stormsins. Verulega er farið að hægja á Austfjörðum, en gera má ráð fyrir að færð hafi víða spillst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×