Innlent

Afturför ef Reykjavikurflugvöllur hverfur

Stjórn Landsambands heilbrigðisstofnana segir í ályktun, að ef Reykjavíkurflugvöllur hverfi, valdi það mikilli afturför í bráðaþjónustu við þá landsmenn, sem þurfi að komast á Landsspítalann í sjúkraflugi.

Í sumum tilvikum ráði flutningstími á bráðasjúkrahús því, hvort takist að bjarga lífi fólks eða ekki. Allt of langt sé að fara með sjúklinga um Keflavíkurflugvöll á Landsspítalann í bráðatilfellum.

Landsamband heilbrigðisstofnana óskar þess að fjallað verði um málið í borgarstjórn, velferðarráðuneytinu og í framkvæmdastjórn Landsspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×