Fótbolti

Beckham gæti orðið einn launahæsti leikmaður heims

Þó svo David Beckham sé orðinn 36 ára gamall gæti hann orðið einn launahæsti leikmaður heims ákveði hann að taka tilboði frá franska félaginu, PSG.

Daily Mail segir að félagið sé til í að greiða Beckham 12 milljónir punda til þess að spila fyrir félagið sem eru ótrúlegir peningar fyrir mann sem á ekki mikið eftir í boltanum.

PSG er í eigu moldríkra Katara sem leggja allt í sölurnar til þess að fá Beckham til félagsins. Þeir vita sem er að það mun beina sviðsljósinu að félaginu og það hefur hingað til skilað félögum miklum tekjum að hafa Beckham í sínu liði. Þess utan vinnur Beckham alltaf þar sem hann er.

Ef þessar tölur standast verður Beckham í sama launaflokki og Samuel Eto'o sem fær fáranlega peninga hjá rússneska liðinu Anzhi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×