Fótbolti

Sex knattspyrnumenn létu lífið í rútuslysi í Tógó

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil sorg ríkir nú í Tógó vegna slysins
Mikil sorg ríkir nú í Tógó vegna slysins Mynd. / Getty Imags
Sex leikmenn knattspyrnufélagsins Etoile Filante, frá Togó, létust í rútuslysi í gær, en rútan á að hafa farið útaf veginum með þeim afleiðingum að hún valt.

25 manns slösuðust alvarlega auk þess sem sex létust. Slysið átti sér stað um 100 mílum frá höfuðborg Tógó, Lome.

Knattspyrnusamband Tógó hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fregnirnar eru staðfestar.

„Knattspyrnan hér í Tógó hefur orðið fyrir miklu áfalli. Etoile Filante var á leiðinni í útileik gegn Sokode Semassi þegar slysið átti sér stað“.

„Við getum staðfest að sex leikmenn létu lífið í slysinu og margir eru alvarlega slasaðir“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×