Fótbolti

Ævintýrið á enda hjá bandarísku Samóa-eyjunum

Leikmenn bandarísku Samóa-eyjanna voru að vonum svekktir.
Leikmenn bandarísku Samóa-eyjanna voru að vonum svekktir.
Draumur bandarísku Samóa-eyjanna um að komast áfram í undankeppni HM dó í nótt þegar liðið tapaði, 1-0, gegn nágrönnum sínum frá Samóa-eyjunum. Þetta var lokaleikur liðsins í undankeppninni.

Lið bandarísku Samóa-eyjarnar unnu sinn fyrsta leik í sögunni síðasta þriðjudag er liðið lagði Tonga. Þeim sigri var fylgt eftir með 1-1 jafntefli gegn liði Cook eyja.

Engu að síður er allt á réttri leið hjá liðinu sem fyrir þennan undanriðil var með markatöluna 229-12 í 30 landsleikjum.

Lið Samóa-eyjanna mun fara áfram á næsta stig undankeppninnar í Eyjaálfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×