Fótbolti

Beckham mun velja á milli Paris Saint Germain og LA Galaxy

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham.
David Beckham. Mynd/Nordic Photos/Getty
David Beckham er enn að ákveða sig hvar hann mun spila næst en hefur þó gefið það út að komi ekki til greina að aftur á Englandi eða á Ítalíu.

Beckham varð bandarískur meistari í fyrsta sinn með Los Angeles Galaxy á dögunum og hann er nú á sýningar- og keppnisferðlagi í Asíu með liði sínu.

Samkvæmt heimildum BBC segist Beckham ætla að ákveða það eftir Asíuförina hvar hann muni spila næst. Valið stendur nú á milli Galaxy og franska liðsins Paris Saint Germain.

Beckham er orðinn 36 ára gamall en hann hefur heyrt frá liðum á Englandi, Ítalíu og í Brasilíu. Það eina sem heillar hann í dag er að halda áfram með Galaxy eða samþykkja risasamning við franska liðið Paris Saint Germain.

Fjölskylda Beckham hefur komið sér vel fyrir í Los Angeles og því gæti hann framlengt samning sinn um eitt ár enda hefur hann látið það frá sér að hjónin vilja búa áfram í Bandaríkjunum eftir að fótboltaferli hans lýkur.

Það sem eykur hinsvegar líkurnar á að Beckham velji Paris Saint Germain er draumur hans að spila með breska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London næsta sumar. Hann mun líka fá 11,6 milljónir punda fyrir 18 mánaða samning eða samsvarar meira en 2,1 milljarði íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×