Fótbolti

U-21 strákarnir steinlágu í Englandi - 5-0 tap

Nordic Photos / Getty Images
Englendingar gerðu sér lítið fyrir í kvöld og unnu 5-0 stórsigur á íslenska U-21 landsliðinu í leik liðanna í Colchester í kvöld.

Íslendingar eru því enn með þrjú stig í riðlinum en Englendingar eru á toppnum með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Marvin Sordell kom Englendingum yfir undir lok fyrri hálfleiks og Martin Kelly jók svo forystuna snemma í þeim síðari. Annar varnarmaður, Craig Dawson, skoraði svo þriðja markið með skalla efti hornspyrnu á 86. mínútu.

Varamaðurinn Gary Gardner skoraði svo tvö mörk með stuttu millibili undir lok leiksins. Bæði með laglegum skotum utan teigs, það fyrra beint úr aukaspyrnu.

Íslensku strákarnir náðu sér aldrei á strik í leiknum og sigur Englendinga afar sanngjarn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×