Fótbolti

Agüero tæpur vegna meiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sergio Agüero fagnar marki í leik með Manchester City.
Sergio Agüero fagnar marki í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Óvíst er hvort að Sergio Agüero geti spilað með Argentínu í leikjunum tveimur sem eru fram undan í undankeppni HM 2014 vegna meiðsla.

Agüero tognaði í nára á æfingu en hann missti af leik Manchester City gegn Aston Villa í síðasta mánuði vegna samskonar meiðsla.

Argentína mætir Bólivíu í kvöld og er líklegt að Javier Pastore, leikmaður Paris Seint-Germain, taki stöðu Agüero í byrjunarliðinu.

Argentína mætir svo Kólumbíu á þriðjudaginn.

Byrjunarlið Argentínu verður líklega þannig skipað: Sergio Romero, Pablo Zabaleta, Nicolas Burdisso, Martin Demichelis, Clemente Rodriguez, Fernando Gago, Javier Mascherano, Ricardo Alvarez, Javier Pastore, Lionel Messi og Gonzalo Higuain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×