Fótbolti

Danir unnu Svía á Parken - Bendtner með fyrra markið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicklas Bendtner.
Nicklas Bendtner. Mynd/Nordic Photos/Getty
Danmörk vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum frá Svíþjóð í vináttulandsleik þjóðanna á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld en Danir hafa þar með unnið alla þrjá landsleiki þjóðanna frá og með árinu 2008. Nicklas Bendtner og Michael Krohn-Dehli skoruðu mörk Dana í kvöld.

Danir hafa verið í góðum gír í haust en þeir tryggðu sér sigur í riðli okkar Íslendinga með því að vinna síðustu fjóra leiki sína í riðlinum. Svíar eru líka búnir að tryggja sér sæti á EM næsta sumar en þeir náðum bestum árangri af þjóðum sem urðu í öðru sæti.

Nicklas Bendtner kom Dönum yfir á 35. mínútu eftir flottan undirbúning frá Lars Jacobsen. Bendtner lagði boltann fyrir sig í teignum og skoraði laglega.

Skömmu seinna lagði Zlatan Ibrahimovic upp dauðafæri fyrir Emir Bajrami en Thomas Sörensen varði skotið í stöngina.

Michael Krohn-Dehli skoraði seinna mark Dana á 80. mínútu og aftur var það Lars Jacobsen sem lagði markið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×