Fótbolti

Ótrúleg mistök hjá Wayne Hennessey

Stefán Árni Pálsson skrifar
Norðmenn riðu ekki feitum hesti í gær gegn Walesverjum í vináttuleik, en þeir töpuðu illa 4-1. Leikurinn fór fram í Wales.

Eina mark Norðmanna var aftur á móti virkilega skondið, en það skoraði Eric Huseklepp.

Wayne Hennessey, markvörður Wales, missti boltann á einhver óskiljanlegan hátt frá sér og Huseklepp þurfti bara að renna boltanum í autt markið.

Sjá má myndband af atvikinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×