Erlent

Dómarinn þurfti ítrekað að biðja Breivik að halda kjafti

Dómarinn í fyrsta opna réttarhaldinu yfir fjöldamorðingjanum Anders Breivik þurfti ítrekað að biðja Breivik að halda kjafti eftir að morðinginn var beðinn um að svara því hvort hann teldi sig sekan eða saklausann.

Réttarhaldið fer fram í dómshúsinu í Osló en þar á að taka afstöðu til hvort gæsluvarðhaldið yfir Breivik verði framlengt eða ekki.

Þegar dómarinn spurði Breivik um sekt eða sakleysi svaraði Breivik ekki spurningunni beint heldur hóf að það sem virtist vera tilbúin ræða af hans hálfu. það tók dómarann svo nokkrar mínútur að fá Breivik til að þegja.

Að lokum svaraði Breivik spurningunni á þann veg að hann viðurkenndi verknaðinn en ekki sekt sína í málinu. Réttarhlé var gert nú skömmu fyrir klukkan 11 en réttarhaldið heldur svo áfram klukkan 12 að okkar tíma.

Múgur og margmenn fylgjast með réttarhaldinu í dómshúsinu og komust færri að en vildu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×