Innlent

Veittu bílþjófi eftirför - Hafnaði á grindverki á Grensásvegi

Bíllinn hafnaði á grindverki í eftirförinni og náði lögreglan að handsama þjófinn.
Bíllinn hafnaði á grindverki í eftirförinni og náði lögreglan að handsama þjófinn. Mynd/Einar
Lögreglumenn á fjórum bílum og á mótorhjóli veittu manni eftirför í austurbæ Reykjavíkur um tvöleytið í dag. Málið hófst í Hólagarði í Breiðholti þar sem bíl var stolið af stúlku rétt fyrir hádegið í dag.

Að sögn lögreglu sást síðan til til bílsins við slysadeildina í Fossvogi rétt fyrir klukkan tvö og þá fóru lögreglumenn á eftir honum. Maðurinn reyndi undankomu austur bústaðarveg og norður Grensásveg. Þar virðist hann hafa rekist utan í einn lögreglubílinn og síðan endað á grindverki.

Maðurinn var handtekinn og færður á stöð grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Loka þurfti Grensásvegi til norðurs um tíma en gatan verið opnuð á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×