Innlent

Ráðist á netþjóna íslensks tölvufyrirtækis

ly
Í gækvöldi gerðu tölvuþrjótar árás á netþjóna borðamiðlunarinnar Augsýnar, en fyrirtækið er í eigu íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Transmit.

Á heimasíðu Augnsýnar segir að árásin, sem kom erlendis frá, hafi orðið til þess að þær vefsíður sem birta auglýsingaborða frá Augsýn voru merktar sem ótraustar og í stað þess að sjá innihald viðkomandi síðu birtist rauð viðvörunarsíða.

„Tölvuþrjótunum hefur verið sparkað af netþjónum Augsýnar og auglýsingaborðarnir eru komnir í lag,“ segir ennfremur um leið og lögð er áhersla á að vefirnir sem um ræðir séu öruggir og óhætt að heimsækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×