Innlent

Kirkjan saknar fyrrum félaga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pétur Hafstein er forseti Kirkjuþings.
Pétur Hafstein er forseti Kirkjuþings. mynd/ GVA.
Þjóðkirkjan saknar þeirra sem hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni og þar með yfirgefið söfnuði sína, segir í ályktun sem var samþykkt á Kirkjuþingi 2011 í dag. Þar segir jafnframt að þjóðkirkjan vilji vinna að því að fólk finni sig ávallt velkomið í kirkjuna og starf safnaðanna.

Fjölmargir hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni á liðnum misserum. Hefur það meðal annars verið rakið til ásakana á hendur Ólafi heitnum Skúlasyni, fyrrverandi biskupi, um kynferðislega misbeitingu á dóttur sinni og sóknarbörnum.

Þá hvetur Kirkjuþing 2011 til að sveigjanleika sé gætt í samskiptum skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa í anda óbreyttrar trúfrelsishefðar á Íslandi. Jafnframt að foreldraréttur sé virtur, þannig að trúarleg og siðferðileg mótun ungmenna sé í samræmi við trú eða lífsskoðanir foreldra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×