Innlent

Fossvogsskóli rýmdur á fjórum mínútum

Það tók ekki nema fjórar mínútur að rýma Fossvogsskóla eftir að brunavarnabjalla fór í gang. Um var að ræða brunavarnaæfingu á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Næstu vikuna heimsækja slökkviliðsmenn á fimmta þúsund átta ára gömul börn um allt land og fræða þau um eldvarnir.

Sérstakt eldvarnarátak var sett í Fossvogsskóla í dag. Fréttastofa fylgdist með setningunni og í meðfylgjandi myndskeiði má meðal annars sjá viðbrögð nemenda þegar brunavarnabjallan fer í gang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×