Enski boltinn

Heiðar byrjar en Grétar Rafn ekki í hóp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar Helguson í leik með QPR.
Heiðar Helguson í leik með QPR. Nordic Photos / Getty Images
Heiðar Helguson er á sínum stað í byrjunarliði QPR sem mætir Stoke á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Grétar Rafn Steinsson er hins vegar enn í kuldanum hjá Bolton.

Heiðar er markahæsti leikmaður QPR á leiktíðinni með þrjú mörk en hann hefur lagt upp tvö til viðbótar. Leikurinn í dag er fimmti deildarleikur Heiðars í röð í byrjunarliði.

Grétar Rafn kom síðast við sögu í leik með Bolton í lok október er liðið vann 3-1 sigur á Bolton. Hann virðist ekki vera í náðinni hjá Owen Coyle, stjóra Bolton, og óvíst hvort það breytist á næstunni.

Aron Einar Gunnarsson er sem fyrr í byrjunarliði Cardiff sem mætir Reading á útivelli í ensku B-deildinni. Brynjar Björn Gunnarsson er ekki í leikmannahópi Reading.

Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Ipswich en liðið mætir Nottingham Forest á útivelli. Hermann Hreiðarsson er þó enn frá vegna meiðsla en hans menn í Portsmouth spila gegn Watford á útivelli í dag.

Hér fyrir neðan má fylgjast með gangi mála í leik Stoke og QPR. Alls hefjast sjö leikir í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15.00 og má fylgjast með þeim öllum samtímis í Miðstöð Boltavaktarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×