Enski boltinn

Aron og félagar unnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í leiknum í dag.
Aron Einar Gunnarsson í leiknum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn þegar að lið hans, Cardiff, vann 2-1 sigur á Reading í ensku B-deildinni í dag.

Peter Whittingham og Mark Hudson skoruðu mörk liðsins í dag en Jimmy Kebe minnkaði muninn fyrir Reading seint í leiknum. Brynjar Björn Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Reading í dag.

Nottingham Forest vann svo 3-2 sigur á Ipswich en Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með síðarnefnda liðinu.

Portsmouth, lið Hermanns Heriðarssonar, tapaði fyrir Watford, 2-0, í dag. Hermann er fjarverandi vegna meiðsla.

Cardiff er í fjórða sæti deildarinnar með 39 stig, níu stigum á eftir toppliði Southampton sem vann Brighton á heimavelli í dag, 3-0.

West Ham er svo í öðru sæti en liðið vann Coventry á útivelli, 2-1. Botnlið Doncaster tapaði fyrir Barnsley á útivelli, 2-0.

Reading er í fjórtánda sæti með 21 stig, Ipswich í því sextánda með 20 en Portsmouth í átjánda með nítján.

Ekkert af Íslendingaliðunum þremur tókst að vinna sinn leik í Skotlandi í dag. Eggert Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Hearts sem tapaði fyrir Dundee United á útivelli, 2-1.

Guðlaugur Victor Pálsson var ekki í hópi Hibernian sem gerði 1-1 jafntefli við Kilmarnock og Kári Árnason var ekkí í liði Abertdeen sem tapaði á heimavelli fyrir Motherwell, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×