Fótbolti

Enn eitt áfallið hjá Ajax - gerði jafntefli við NAC

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank de Boer er stjóri Ajax.
Frank de Boer er stjóri Ajax. Nordic Photos / Getty Images
Ekkert gengur hjá hollenska stórliðinu Ajax þessa stundina en í kvöld missti liðið unnin leik úr höndunum með því að fá tvö mörk á sig á síðustu fimm mínútum leiksins gegn NAC.

Ajax komst í 2-0 forystu með mörkum þeirra Miralem Sulejmani og Derk Boerrigter. En NAC skoraði tvívegis á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggði sér þar með jafntefli.

Ajax hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum í deildinni en Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki spilað með liðinu að undanförnu þar sem hann er að jafna sig á ökklabroti.

Þá er mikil krísa í félaginu vegna ráðningar Louis van Gaal sem verður yfirmaður knattspyrnumála frá og með næsta tímabili. Johan Cruyff starfar sem sérstakur ráðgjafi hjá félaginu og var afar ósáttur við ráðninguna.

Félagið skiptist raun í tvær fylkingar, annars vegar þá sem eru sammála Cruyff og svo hinir. Hollenskir fjölmiðlar fullyrtu í dag að Frank de Boer, þjálfari liðsins, væri mögulega á leið frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×