María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu 1. nóvember 2011 10:28 María Lilja Þrastardóttir. „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. Þar gagnrýndi hann aðferðir Stóru systur gegn vændiskaupendum. María Lilja svaraði honum á heimsíðunni Innihald.is og skrifaði meðal annars: „Ég rak augun í pistil þinn Davíð Þór um aðgerðir neðanjarðarhreyfingarinnar Stóru systur og hugsaði með mér, ónei hér er enn ein manneskjan sem misskilur gjörsamlega vændi og afleiðingar þess, enda kannski ekki svo skrýtið komandi frá gömlum ritstjóra klámbæklings, þar sem líkamar kvenna voru hlutgerðir og settir upp sem söluvara.“ Davíð tekur því óstinnt upp að vera sakaður um að hafa ritstýrt klámbæklingi og bendir Maríu Lilju á það á heimasíðu sinni að lögreglan hafi tvívegis rannsakað það einmitt hvort um klámbækling hefði verið að ræða, þegar hann ritstýrði Bleikt og blátt. Í bæði skiptin var rannsókn hætt. Davíð hótar því að lögsækja Maríu Lilju fyrir meiðyrði dragi hún ekki orð sín til baka og biðji afsökunar. Þegar Vísir hafði samband við Maríu sagðist hún ekki vilja tjá sig efnislega um málið þar sem hún ætlar sér að birta pistil um það í hádeginu á sama vefsvæði og fyrri pistillinn birtist. Hún vildi ekkert um það segja hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar á orðum sínum heldur. Spurð hvað henni fyndist um gagnrýnina á framtak stóru systranna, svaraði María Lilja því til að það sem hún hefði lesið væri ekki mjög málefnalegt. „Orðræðan og athyglin hefur farið á vitlausan stað. Hún snýst ekki um vændi eins og hún ætti að gera, heldur aðferðina,“ segir María Lilja. Aðspurð hvort það séu ekki eðlileg viðbrögð þegar umdeild meðöl eru notuð, svarar María Lilja: „Það virðist vera þannig.“ Hún segir gagnrýnina þó réttmæta, svo lengi sem hún sé málefnaleg. Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að lesa pistil Davíðs hér. Svo má lesa svar Maríu hér og grein Davíðs, þar sem hann hótar lögsókn, hér. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
„Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. Þar gagnrýndi hann aðferðir Stóru systur gegn vændiskaupendum. María Lilja svaraði honum á heimsíðunni Innihald.is og skrifaði meðal annars: „Ég rak augun í pistil þinn Davíð Þór um aðgerðir neðanjarðarhreyfingarinnar Stóru systur og hugsaði með mér, ónei hér er enn ein manneskjan sem misskilur gjörsamlega vændi og afleiðingar þess, enda kannski ekki svo skrýtið komandi frá gömlum ritstjóra klámbæklings, þar sem líkamar kvenna voru hlutgerðir og settir upp sem söluvara.“ Davíð tekur því óstinnt upp að vera sakaður um að hafa ritstýrt klámbæklingi og bendir Maríu Lilju á það á heimasíðu sinni að lögreglan hafi tvívegis rannsakað það einmitt hvort um klámbækling hefði verið að ræða, þegar hann ritstýrði Bleikt og blátt. Í bæði skiptin var rannsókn hætt. Davíð hótar því að lögsækja Maríu Lilju fyrir meiðyrði dragi hún ekki orð sín til baka og biðji afsökunar. Þegar Vísir hafði samband við Maríu sagðist hún ekki vilja tjá sig efnislega um málið þar sem hún ætlar sér að birta pistil um það í hádeginu á sama vefsvæði og fyrri pistillinn birtist. Hún vildi ekkert um það segja hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar á orðum sínum heldur. Spurð hvað henni fyndist um gagnrýnina á framtak stóru systranna, svaraði María Lilja því til að það sem hún hefði lesið væri ekki mjög málefnalegt. „Orðræðan og athyglin hefur farið á vitlausan stað. Hún snýst ekki um vændi eins og hún ætti að gera, heldur aðferðina,“ segir María Lilja. Aðspurð hvort það séu ekki eðlileg viðbrögð þegar umdeild meðöl eru notuð, svarar María Lilja: „Það virðist vera þannig.“ Hún segir gagnrýnina þó réttmæta, svo lengi sem hún sé málefnaleg. Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að lesa pistil Davíðs hér. Svo má lesa svar Maríu hér og grein Davíðs, þar sem hann hótar lögsókn, hér.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira