Innlent

Davíð Þór: Ég átti von á leiðindum - en ekki svona

María Lilja Þrastardóttir og Davíð Þór Jónsson
María Lilja Þrastardóttir og Davíð Þór Jónsson Samsett mynd/Vísir.is
„Mér er sagt af sérfræðingum að ég sé með unnið mál í höndunum," segir Davíð Þór Jónsson guðfræðingur um ritdeilu sem hann hefur staðið í við Maríu Lilju Þrastardóttur.

Davíð Þór hótaði að lögsækja Maríu Lilju fyrir meiðyrði vegna pistils sem hún skrifaði á dögnum og var andsvar við grein sem Davíð Þór skrifaði í Fréttablaðið um helgina. Í henni er hörð gagnrýni hans á aðferð stóru stystranna til þess að safna nöfnum meintra vændiskaupenda, og koma þeim til lögreglu.

Í pistlinum vill Davíð Þór meina að María Lilja hafi vegið alvarlega að æru sinni. Hann fór fram á að hún myndi draga orð sín til baka og biðja hann afsökunar. María Lilja svaraði svo í dag pistli hans, en þar var enga afsökunar beiðni að finna.

Davíð Þór segir í samtali við þáttinn Reykjavík síðdegis að í pistli Maríu Lilju hefði verið staðhæft að hann hefði brenglað viðhorf til kynlífs og kvenna. „Ég átti von á því að það yrðu leiðindi, og ég var tilbúinn að taka þann slag [...] en ég átti ekki von á því að konan mín þyrfti að sitja undir því frá kynsystrum sínum og meintum femínistum að lifa brengluðu kynlífi. Mér fannst þau viðbrögð út úr korti," sagði Davíð við þáttinn í dag.

Hann vill ekki svara því hvort hann ætli að lögsækja Maríu Lilju. „Í raun og veru ætti ég að segja sem minnst vegna ég hef brennt mig á því áður að tjá mig þegar ég er í uppnámi. Og hver væri ekki í uppnámi að vera sakaður um að vera talsmaður vændis, mansals, þrælahalds og nauðgana með brengluðu viðhorfi til kynlífs. Ég held að það lái mér það enginn að vera í pínulitlu uppnámi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×