Fótbolti

Eggert Gunnþór og félagar loksins búnir að fá útborgað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með íslenska 21 árs landsliðinu.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með íslenska 21 árs landsliðinu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts hafa loksins fengið launin sín borguð en Hearts átti að borga leikmönnum sínum laun 16. október síðastliðinn.

Leikmenn Hearts ætluðu í gær að senda inn formlega kvörtun til skoska fótboltasambandsins og skosku leikmannasamtökin voru líka komin í málið. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Hearts dregur það að borga leikmönnum og starfsfólki sínu laun.

Hearts skuldar yfir 30 milljónir punda eða 5,5 milljarða íslenskra króna og það berast fréttir af því að forráðamenn félagsins verði neyddir til að skera niður launakostnað á næstunni.

Litháenski eigandinn Vladimir Romanov er ekki tilbúinn að dæla meiri peningum inn í félagið og það er búið við að launahæstu leikmennirnir verði seldir í janúarglugganum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×