Fótbolti

PSG staðfestir áhuga sinn á Beckham

Nasser al-Khelaifi, forseti PSG, hefur staðfest að hann ætli að gera allt sem hann getur til þess að fá David Beckham til félagsins.

Qatar Sports Investment keypti félagið síðasta sumar en í því félagi eru afar fjársterkir aðilar sem ætla að eyða miklum peningum í að byggja félagið upp.

"Beckham er einstakur. Gæti hann komið til PSG? Það verður að koma í ljós en við höfum mikinn á huga á honum. Það er samt þjálfarinn sem tekur lokaákvarðanir með leikmenn," sagði al-Khelaifi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×