Fótbolti

Alkmaar með sex stiga forskot á toppnum

Jóhann Berg og félagar fögnuðu í dag.
Jóhann Berg og félagar fögnuðu í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar styrktu stöðu sína á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar í dag með öruggum 3-0 heimasigri á Den Haag.

brett Holman, Adam Maher og Jozy Altidore skoruðu mörk Alkmaar í leiknum. Jóhann Berg sat á tréverkinu allan tímann að þessu sinni.

Alkmaar er með sex stiga forskot á Twente en stórlið Ajax er heilum ellefu stigum á eftir toppliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×